þri 29. október 2019 17:35
Hafliði Breiðfjörð
Sísí Lára í FH (Staðfest)
Sigríður Lára við undirskriftina í dag ásamt Guðna Eiríkssyni þjálfara og Árna Rúnari Þorvaldssyni formanni meistaraflokksráðs kvenna.
Sigríður Lára við undirskriftina í dag ásamt Guðna Eiríkssyni þjálfara og Árna Rúnari Þorvaldssyni formanni meistaraflokksráðs kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Sigríður Lára Garðarsdóttir er gengin í raðir FH frá ÍBV og skrifaði undir tveggja ára samning við FH rétt í þessu.

Sigríður Lára hefur allan sinn feril hér á landi spilað með uppeldisfélagi sínu ÍBV en spilaði sumarið 2018 með Lilleström í Noregi.

Framtíð hennar hefur verið í óvissu þó hún hafi gert fjögurra ára samning við ÍBV fyrir ári síðan. Andri Ólafsson nýráðinn þjálfari ÍBV tilkynnti í byrjun október að hún yrði áfram hjá félaginu en nokkrum dögum síðar staðfestu leikmannasamtökin að hún hafi fengið samningi sínum rift. Hún samdi svo við FH í dag.

Hún á að baki 18 landsleiki fyrir Íslands hönd en hefur ekki spilað með liðinu síðan í apríl. Hún lék 183 leiki í deild og bikar með ÍBV og skoraði í þeim 32 mörk.

FH eru nýliðar í Pepsi Max-deild kvenna á næsta ári eftir að hafa endað í 2. sæti deildarinnar í vor. Hrafnhildur Hauksdóttir hafði áður komið til félagsins frá Selfossi auk þess sem Birta Georgsdóttir samdi við félagið fyrir helgi en hún hafði verið á láni frá Stjörnunni. Guðni Eiríksson þjálfar liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner