Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 29. október 2024 12:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Láki samdi á sínum tíma við eftirsóttasta framherja Evrópu
Fyrsti leikmaðurinn sem Amorim sækir til Man Utd?
Viktor Gyökeres.
Viktor Gyökeres.
Mynd: EPA
Ruben Amorim, stjóri Sporting.
Ruben Amorim, stjóri Sporting.
Mynd: Getty Images
Þorlákur Árnason.
Þorlákur Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þar sem Ruben Amorim, stjóri Sporting í Portúgal, hefur verið sterklega orðaður við Manchester United þá er sóknarmaðurinn Viktor Gyökeres nefndur til sögunnar í sömu andrá.

Hann gæti verið fyrsti leikmaðurinn sem Amorim sækir til Man Utd ef hann verður ráðinn.

Gyökeres, sem er 26 ára, hefur skorað 57 mörk í 64 leikjum fyrir Sporting en á þessu tímabili er hann búinn að skora 14 mörk í 14 leikjum.

Samkvæmt Florian Plettenberg, fréttamanni Sky í Þýskalandi, þá er Gyökeres með 100 milljón evra riftunarverð í samningi sínum en honum hefur verið sagt að hann megi fara fyrir 60 til 70 milljónir evra næsta sumar.

Hann er líklega eftirsóttasti framherji Evrópu en hann hefur einnig verið orðaður við Arsenal, Chelsea Liverpool og Manchester City.

Mikil tilbreyting frá öðrum foreldrum
Þorlákur Árnason, nýráðinn þjálfari ÍBV, var áður yfirmaður akademíu Brommapojkarna í Svíþjóð en um er að ræða mjög sterka akademíu sem hefur skilað af sér sterkum leikmönnum, þar á meðal Gyökeres. Þorlákur var í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net þar sem hann ræddi meðal annars um Gyökeres.

„Mjög snemma voru foreldrar leikmanna farnir að banka á dyrnar hjá manni um að vilja losna. Fáir af þessum ungu leikmönnnum spila fyrir aðalliðið en í tilfelli Gyökeres þá spilaði hann undir stjórn Magna Fannberg í B-deildinni. Ég er svo frægur að hafa samið við hann. Ég mælti með því að við myndum semja við hann," segir Þorlákur sem þjálfaði síðast í Portúgal, þar sem Gyökeres spilar núna og er mikil hetja.

„Portúgalarnir hafa spurt mig ítrekað út í hann. Gyökeres kemur frá þvílíkt hógværi fjölskyldu. Foreldrar hans eru frá Ungverjalandi og það var engin pressa frá þeim. Það var mjög mikil tilbreyting frá öðrum foreldrum í félaginu."

„Það sem er merkilegt við hann er að hann gæti verið löngu farinn. Það er hár verðmiði á honum en hann er ógeðslega tryggur. Hann fer eftir tímabilið, það er alveg ljóst," sagði Þorlákur en útvarpsþáttinn má hlusta á hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Láki og leikurinn stóri
Athugasemdir
banner
banner
banner