Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   sun 29. nóvember 2020 15:03
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Barcelona setti fjögur gegn Osasuna
Barcelona 4 - 0 Osasuna
1-0 Martin Braithwaite ('29)
2-0 Antoine Griezmann ('42)
3-0 Philippe Coutinho ('57)
4-0 Lionel Messi ('73)

Barcelona tók á móti Osasuna í fyrsta leik dagsins í spænska boltanum og skoraði danski framherjinn Martin Braithwaite fyrsta mark leiksins eftir hálftíma.

Börsungar gjörsamlega stjórnuðu gangi mála í fyrri hálfleik og tvöfaldaði Antoine Griezmann forystuna skömmu fyrir leikhlé. Hann skoraði stórglæsilegt mark þar sem hann smellhitti knöttinn eftir að varnarmaður Osasuna skallaði úr teignum.

Philippe Coutinho bætti þriðja markinu við í síðari hálfleik eftir laglegt samspil við Griezmann. Ousmane Dembele kom knettinum svo í netið en markið ekki dæmt gilt, skömmu síðar skoraði Lionel Messi glæsilegt mark eftir frábært einstaklingsframtak.

Gestirnir frá Pamplona áttu góðan síðari hálfleik en komu knettinum ekki framhjá Marc-Andre ter Stegen.

Barca er komið upp í sjöunda sæti, liðið er með 14 stig eftir 9 umferðir, níu stigum frá toppliði Atletico Madrid.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Athletic 4 3 1 0 6 3 +3 10
3 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
4 Villarreal 3 2 1 0 8 1 +7 7
5 Barcelona 3 2 1 0 7 3 +4 7
6 Espanyol 3 2 1 0 5 3 +2 7
7 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
8 Betis 4 1 2 1 4 4 0 5
9 Alaves 4 1 2 1 3 3 0 5
10 Valencia 3 1 1 1 4 2 +2 4
11 Vallecano 3 1 1 1 4 3 +1 4
12 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
13 Celta 4 0 3 1 3 5 -2 3
14 Osasuna 3 1 0 2 1 2 -1 3
15 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
16 Atletico Madrid 3 0 2 1 3 4 -1 2
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Mallorca 3 0 1 2 2 6 -4 1
19 Levante 3 0 0 3 3 7 -4 0
20 Girona 3 0 0 3 1 10 -9 0
Athugasemdir
banner