Líklegast er að Paris Saint-Germain verði áfangastaður hins átján ára gamla Gabriel Moscardo hjá Corinthians. Þessi spennandi miðjumaður er eftirsóttur og talað hefur verið um 25 milljóna evra verðmiða.
Barcelona og Chelsea hafa sýnt Brasilíumanninum unga áhuga en Fabrizio Romano telur að PSG sé líklegast.
Barcelona og Chelsea hafa sýnt Brasilíumanninum unga áhuga en Fabrizio Romano telur að PSG sé líklegast.
„PSG mun hefja viðræður um möguleg kaup á Moscardo, þeir munu ræða við Corinthians og umboðsmenn leikmannsins. Chelsea ætlar ekki að koma með tilboð. Ég er hrifinn af Moscardo, hann er með mikla hæfileika og það félag er heppið sem hreppir hann,“ segir Romano.
Barcelona er í leit að varnartengiliði á miðjuna og hefur horft til Moscardo.
Athugasemdir