Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 29. nóvember 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Milan í vondri stöðu - „Stuðningsmennirnir eiga rétt á því að vera reiðir"
Mynd: EPA

Örlögin eru ekki í höndum Milan fyrir lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar eftir að liðið tapaði gegn Dortmund í gær.


Olivier Giroud klikkaði á vítaspyrnu snemma leiks en Marco Reus kom Dortmund yfir með marki úr vítaspyrnu stuttu síðar. Samuel Chukwueze jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks en mörk frá Jamie Bynoe-Gittens og Karim Adeyemi tryggðu Dortmund 3-1 sigur.

PSG og Newcastle skildu jöfn í Frakklandi í sama riðli. Þetta þýðir að Milan er í 3. sæti tveimur stigum á eftir PSG og með jafn mörg stig og Newcastle en Milan heimsækir Newcastle í lokaumferðinni á meðan Dortmund fær PSG í heimsókn.

„Þetta var vonbrigðakvöld fyrir okkur, við vissum að þetta væri stórt tækifæri og sem íþyngdi okkur. Nú verðum við að fara til Newcastle, spila vel og reyna að vinna. Þetta er Meistaradeildin, síðasti leikurinn og við eigum smá möguleika á að komast áfram," sagði Stefano Pioli stjóri Milan eftir leikinn.

„Það er erfitt að finna réttu orðin akkúrat núna. Ég held að stuðningsmennirnir þurfi ekki að fá skilaboð. Þeir hafa rétt á því að vera reiðir og vonsviknir, við eigum að gera betur, þetta var ekki frammistaðan sem við vildum fá."


Athugasemdir
banner
banner