Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 29. nóvember 2023 22:37
Brynjar Ingi Erluson
U20 kvenna vann Svíþjóð í Miðgarði
Sigdís Eva skoraði sigurmark íslenska liðsins
Sigdís Eva skoraði sigurmark íslenska liðsins
Mynd: Getty Images
U20 Ísland 1 - 0 U20 Svíþjóð
1-0 Sigdís Eva Bárðardóttir ('53 )

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri lagði Svíþjóð að velli, 1-0, í vináttulandsleik í Miðgarði í dag.

Sigdís Eva Bárðardóttir, leikmaður Víkings, skoraði eina mark íslenska liðsins á 53. mínútu.

Stelpurnar halda til Spánar þann 2. desember þar sem þær mæta Austurríki í umspili um laust sæti á HM 2024.

Leikurinn fer fram 4. desember og hefst klukkan 16:00, en hann verður sýndur í beinni útsendingu á Sjónvarpi Símans.

Byrjunarlið Íslands: Aldís Guðlaugsdóttir (M), Birna Kristín Björnsdóttir, Eyrún Embla Hjartardóttir, Mikaela Nótt Pétursdóttir, Emelía Óskarsdóttir, Snædís María Jörundsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Sigdís Eva Bárðardóttir, Írena Héðinsdóttir Gonzalez, Bergdís Sveinsdóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir.
Athugasemdir
banner
banner
banner