Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 29. desember 2022 08:35
Elvar Geir Magnússon
Bellingham hyggst velja Real Madrid
Powerade
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Enzo Fernandez.
Enzo Fernandez.
Mynd: Getty Images
Franck Kessie.
Franck Kessie.
Mynd: Getty Images
Þriðji síðasti slúðurpakki ársins, það er stutt í janúargluggann. Bellingham, Mac Allister, Terrier, Grealish, Leao, Fernandez, Felix og fleiri í pakka dagsins.

Real Madrid mun leggja áherslu á að fá Jude Bellingham (19) frá Borussia Dortmund á árinu 2023. Enski landsliðsmaðurinn hyggst velja spænska félagið fram yfir Liverpool. (Goal)

Bellingham mun ræða við Borussia Dortmund um framtíð sína í janúar. (Liverpool Echo)

Liverpool, Juventus, Benfica og Borussia Dortmund hafa áhuga á argentínska landsliðsmiðjumanninum Alexis Mac Allister (24) hjá Brighton. Mac Allister spilaði frábærlega á HM og gæti verið fáanlegur fyrir 31-35 milljónir punda. (La Repubblica)

Manchester United og Tottenham hafa rætt við Rennes um franska sóknarmanninn Martin Terrier (25) sem var verðlagður á 34 milljónir punda síðasta sumar. (Media Foot)

Manchester City er tilbúið að bjóða AC Milan að fá enska miðjumanninn Jack Grealish (27) í skiptum fyrir portúgalska framherjann Rafael Leao. (Calciomercato)

Chelsea hefur tjáð Benfica að félagið muni ganga að 105 milljóna punda riftunarákvæði í samningi Enzo Fernandez (21), argentínska miðjumannsins. (Sun)

Manchester United, Arsenal og Chelsea eru með efasemdir um að ganga að 8 milljóna punda lánsverði Atletico Madrid fyrir portúgalska landsliðsmanninn Joao Felix (23). (TalkSport)

Tottenham hefur gert 13 milljóna punda tilboð í Fílabeinsstrendinginn Franck Kessie (26) hjá Barcelona. (Onda Cero)

Chelsea hefur áhuga á króatíska varnarmanninum Josip Juranovic (27) og vill fá hann til að fylla skarð Reece James (23) sem er meiddur. (Sky Sports)

Chelsea fylgist með hollenska varnarmanninum Denzel Dumfries (26) hjá Inter en Manchester United fylgist einnig með honum. (La Gazzetta dello Sport)

Newcastle United hefur útilokað kaup á ítalska miðjumanninum Jorginho (31) hjá Chelsea. (Football Insider)

Arsenal er í lykilstöðu til að kaupa serbneska miðjumanninn Sergej Milinkovic-Savic (27) frá Lazio. (Corriere dello Sport)

Shaktar Donetsk segist vilja tæplega 100 milljónir evra fyrir úkraínska vængmanninn Mykhailo Mudryk (21) en hann er efstur á óskalista Arsenal. (Calciomercato)

Manchester United mun einbeita sér að sumarglugga næsta árs í stað þess að eyða í janúar. (Sky Sports)

Manchester United hefur áhuga á að fá spænska sóknarmanninn Alvaro Morata (30) lánaðan frá Atletico Madrid. (ESPN)

Bournemouth og Leicester hafa lýst yfir áhuga á að fá Jeremie Boga (25), vængmann Atalanta og fyrrum leikmann Chelsea, en hann er fáanlegur á láni. (Mail)

Jonjo Shelvey (30), miðjumaður Newcastle, þarf að byrja tvo leiki í viðbót til að virkja framlengingu á samningi sínum í eitt ár. Hann verður hinsvegar á meiðslalistanum í allt að átta vikur vegna kálfameiðsla. (Mail)

Leeds nálgast samning um austurríska varnarmanninn Maximilian Wober (24) hjá RB Salzburg. Everton hefur einnig áhuga. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner
banner