Liverpool hefur staðfest að Hollendingurinn Cody Gakpo gengur til liðs við félagið þegar félagsskiptaglugginn opnar um áramótin.
Jurgen Klopp stjóri liðsins hefur gefið í skyn að Liverpool sé ekki hætt á markaðnum í vetur.
„Við vitum hvað við viljum gera og við sjáum til ef við getum það. Þetta snýst um peninga en þetta snýst meira um að fá rétta leikmenn," sagði Klopp.
Gakpo er með 13 mörk og 17 stoðsendingar í 24 leikjum á þessari leiktíð.
Athugasemdir