Mason Greenwood mun ekki spila né æfa með Manchester Untied þangað til annað verður tilkynnt.
Kærasta hans hefur sakað hann um hrottalegt heimilisofbeldi. Hún deildi myndum af áverkum á sér eftir Greenwood og hljóðbroti þar sem hann virðist reyna að neyða hana í að stunda kynlíf.
Manchester United hefur nú staðfest að hann muni ekki spila né æfa með liðinu þangað til annað kemur í ljós.
Greenwood er tvítugur og lék sinn fyrsta leik fyrir Manchester United árið 2018.
Sjá einnig:
Greenwood sakaður um gróft heimilisofbeldi - Man Utd sendi út yfirlýsingu
Nike hefur miklar áhyggjur af Greenwood - „Lögreglan veit af myndunum"
Athugasemdir