City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   sun 30. janúar 2022 16:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Greenwood má hvorki spila né æfa með Man Utd
Mason Greenwood mun ekki spila né æfa með Manchester Untied þangað til annað verður tilkynnt.

Kærasta hans hefur sakað hann um hrottalegt heimilisofbeldi. Hún deildi myndum af áverkum á sér eftir Greenwood og hljóðbroti þar sem hann virðist reyna að neyða hana í að stunda kynlíf.

Manchester United hefur nú staðfest að hann muni ekki spila né æfa með liðinu þangað til annað kemur í ljós.

Greenwood er tvítugur og lék sinn fyrsta leik fyrir Manchester United árið 2018.

Sjá einnig:
Greenwood sakaður um gróft heimilisofbeldi - Man Utd sendi út yfirlýsingu
Nike hefur miklar áhyggjur af Greenwood - „Lögreglan veit af myndunum"
Athugasemdir
banner
banner