Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Jesper Westermark ekki á leið í Breiðablik. Sænski framherjinn var orðaður við Breiðablik í hlaðvarpsþættinum Dr. Football á dögunum.
Westermark er 31 árs gamall og er án félags sem stendur en hann var síðast á mála hjá Öster í sænsku B-deildinni. Á síðasta tímabili endaði hann markahæstur í deildinni með 17 mörk og hafa mörg félög sýnt honum áhuga.
Westermark er 31 árs gamall og er án félags sem stendur en hann var síðast á mála hjá Öster í sænsku B-deildinni. Á síðasta tímabili endaði hann markahæstur í deildinni með 17 mörk og hafa mörg félög sýnt honum áhuga.
Hann er sterklega orðaður við Wisla Plock í Póllandi og virðist vera á leið þangað. Áður hafði hann verið orðaður við GAIS í sænsku úrvalsdeildinni.
Breiðablik er með nokkra kosti í stöðu fremsta manns í leikmannahópnum. Jason Daði Svanþórsson, Kristinn Steindórsson, Patrik Johannesen, Eyþór Aron Wöhler, Pétur Theodór Árnason og Kristófer Ingi Kristinsson eru mögulegir kostir fyrir Breiðablik í framherjastöðuna.
Athugasemdir