Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
   mán 29. janúar 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Markahæsti leikmaður sænsku B-deildarinnar á leið í Breiðablik?
Jesper Westermark
Jesper Westermark
Mynd: Öster
Sænski framherjinn Jesper Westermark gæti verið á leið í Breiðablik en þetta kom fram í Dr. Football í gær.

Westermark er 31 árs gamall og er án félags sem stendur en hann var síðast á mála hjá Öster í sænsku B-deildinni.

Á síðasta tímabili endaði hann markahæstur í deildinni með 17 mörk og hafa mörg félög sýnt honum áhuga.

Undir lok árs greindu sænskir miðlar frá því að hann væri á leið til GAIS í sænsku úrvalsdeildinni, en það varð aldrei neitt úr því. Hann spilaði með GAIS árið 2018, en hann hefur einnig spilað fyrir Ljungskile, Utsikten, Oddevold og Häcken.

Fyrir aðeins fáeinum dögum birtu bæði sænskir og pólskir miðlar frá þeim fregnum að Westermark væri kominn með samkomulag um að ganga í raðir Wisla Plock í Póllandi.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, spekingur í Dr. Football, sagði í gær að Breiðablik væri að skoða það að fá Westermark á frjálsri sölu og líta á hann sem fyrsta kost í framherjastöðuna.

Miðað við þessar upplýsingar má áætla það að eitthvað hafi komið upp á í viðræðunum við Wisla Plock, sem er í 7. sæti pólsku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner