Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. mars 2021 06:00
Victor Pálsson
Segir að Mbappe eigi skilið að vinna Ballon d'Or
Mynd: Getty Images
Andriyi Shevchenko, landsliðsþjálfari Úkraínu og fyrrum leikmaður AC Milan og Chelsea, hefur lýst yfir aðdáun á Kylian Mbappe, leikmanni PSG og franska landsliðsins.

Mbappe spilaði með franska liðinu á dögunum sem gerði nokkuð óvænt 1-1 jafntefli við Úkraínu í undankeppni HM.

Að sögn Shevchenko þá verður Mbappe að vinna verðlaunin virtu Ballon d'Or í framtíðinni en þau eru afhent besta leikmanni hvers árs.

Mbappe er aðeins 22 ára gamall en er þrátt fyrir það einn mikilvægasti leikmaður bæði Frakklands og PSG.

„Við vitum öll hversu frábær hann er. Hann á ótrúlega framtíð fyrir sér," sagði Shevchenko.

„Hann er strákur sem verður að vinna Ballon d'Or því hann á það skilið. Það sem við þurftum að gera var að gefa honum ekkert pláss."
Athugasemdir
banner
banner
banner