Guðmundur Kristjánsson gekk til liðs við Stjörnuna frá FH í vetur en hann hefur þegar tekið við fyrirliðabandinu.
Þessi 34 ára leikmaður hefur verið að spila sem varnarsinnaður miðjumaður að mestu í vetur en Ágúst Gylfason þjálfari liðsins sér fyrir sér að nota hann í þeirri stöðu áfram í sumar.
„Gummi Kristjáns verður fyrirliði Stjörnunnar til að byrja með. Hann er búinn að koma gríðarlega sterkur inn sem mikill leiðtogi inn í hópinn okkar bæði innan sem utan vallar, það er mikilvægt," sagði Ágúst.
„Hann er búinn að spila einn leik í hafsent en aðra sem djúpur á miðju og komið virkilega sterkur þar inn. Það er staða sem við horfum á fyrir hann, hann getur líka leyst varnarstöðurnar ef þess þarf."
Athugasemdir