Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
   sun 31. ágúst 2025 23:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 15. umferð - Mögnuð innkoma
Linda Líf Boama (Víkingur R.)
Linda Líf Boama.
Linda Líf Boama.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Linda í leik með Víkingum í sumar.
Linda í leik með Víkingum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Linda Líf Boama er sterkasti leikmaður 14. umferðar Bestu deildar kvenna í boði Steypustöðvarinnar. Linda átti magnaða innkomu í útisigri á Tindastóli.

Hún kom inn á í hálfleik og þá var staðan 0-2 fyrir Víkingum en Stólarnir minnkuðu muninn í byrjun seinni hálfleiks. Þá tók Linda til sinna ráða.

Hún skoraði nefnilega tvö mörk og átti stóran þátt í þriðja markinu. Víkingur vann að lokum 1-5 og kom sér af fallsvæðinu eftir að hafa verið þar lengst af í sumar.

„Linda Líf kom inn á í hálfleik og skoraði 2 mörk það er hægt að gefa henni stoðsendingu en tæknilega séð væri þetta ekki skráð sem stoðsending en gefum henni 2 mörk og stoðsendingu! Þvílík innkoma hjá henni," skrifaði Guðmundur Jónasson í skýrslu sinni frá leiknum.

Ef Víkingur ætlar að halda sér uppi þá þarf Linda Líf helst að vera í stuði en hún er algjör lykilmaður í sóknarleik Fossvogsliðsins. Í sumar hefur hún skorað fjögur mörk í tólf leikjum í Bestu deildinni.

„Þetta er geðveikt. Þetta er frábært lið. Eins og ég er búinn að segja nokkrum sinnum. Ótrúlega miklir hæfileikar sem búa í þessu liði. Þetta er bara spurning um hvaða mindset við mætum með út á völlinn," sagði Einar Guðnason, þjálfari Víkinga, við Vísi eftir leikinn.

Sterkastar í síðustu umferðum:
1. umferð - Samantha Smith (Breiðablik)
2. umferð - Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (Víkingur R.)
3. umferð - Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
4. umferð - Alda Ólafsdóttir (Fram)
5. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
6. umferð - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
7. umferð - Birna Kristín Björnsdóttir (FH)
8. umferð - Thelma Karen Pálmadóttir (FH)
9. umferð - Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Stjarnan)
10. umferð - Birgitta Rún Finnbogadóttir (Tindastóll)
11. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
12. umferð - Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
13. umferð - Thelma Lóa Hermannsdóttir (FH)
14. umferð - Linda Líf Boama (Víkingur R.)
Athugasemdir
banner