Lionel Messi, Luis Suarez, David Alaba og Sergio Busquets voru allir í byrjunarliði Inter Miami þegar liðið tapaði í úrslitum í Norður- og Mið-Ameríkubikarnum í nótt.
Liðið tapaði 3-0 gegn Seattle Sounders en Alexander Roldan fór fyrir liði Seattle. Hann skoraði eitt og lagði upp tvö í 3-0 sigri.
Dagur Dan Þórhallsson var ónotaður varamaður þegar Orlando City tapaði 2-1 gegn LA Galaxy í leiknum um bronsið.
Orlando tapaði 3-1 gegn Inter í undanúrslitum eftir að hafa verið með forystuna í hálfleik.
Athugasemdir