Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. júní 2022 09:58
Elvar Geir Magnússon
Rússneski markvörðurinn kominn með leikheimild með Kórdrengjum
Lengjudeildin
Nikita Chagrov.
Nikita Chagrov.
Mynd: Kórdrengir
Nikita Chagrov hefur fengið leikheimild með Kórdrengjum í Lengjudeildinni. Nikita er 27 ára gamall rússneskur markvörður.

Í maí tilkynntu Kórdrengir að Nikita hefði samið við félagið út næsta ár en hann var þá að jafna sig af meiðslum.

Hann er uppalinn hjá Torpedo Moskvu, var síðan í röðum Rostov áður en hann lék fyrir Chayka Peschanokopskoye, Avangard Kursk og Tambov í neðri deildum Rússlands.

Daði Freyr Arnarsson, lánsmaður frá FH, hefur verið aðalmarkvörður Kórdrengja á tímabilinu.

Kórdrengir eru í áttunda sæti Lengjudeildarinnar en byrjun þeirra á tímabilinu hefur verið vonbrigði. Í bikarnum er liðið hinsvegar komið í 8-liða úrslit og verður í pottinum þegar dregið verður í hádeginu.

Næsti leikur Kórdrengja er gegn Gróttu í Lengjudeildinni, á föstudagskvöld.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner