fim 30. júní 2022 18:56
Ívan Guðjón Baldursson
Sogndal í 16-liða úrslit - Elías Rafn varði markið gegn AaB
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Getty Images

Íslendingalið Sogndal er komið í 16-liða úrslit norska bikarsins eftir nauman sigur gegn KFUM Oslo í kvöld.


Hörður Ingi Gunnarsson og Jónatan Ingi Jónsson léku í 120 mínútur á meðan Valdimar Þór Ingimundarson spilaði fyrstu 45 mínúturnar í framlengdum leik sem endaði í vítaspyrnukeppni.

Jónatan Ingi skoraði úr þriðju spyrnu Sogndal en Hörður Ingi klúðraði þeirri fjórðu. Það sakaði þó ekki því Sogndal vann og freistar þess að reyna að komast enn lengra í keppninni.

KFUM Oslo 1 - 1 Sogndal (4-5 eftir vítaspyrnukeppni)
0-1 S. Orjasæter ('64)
1-1 A. Svindland ('72)

Elías Rafn Ólafsson varði þá mark Midtjylland í æfingaleik gegn Álaborg sem vannst 2-1.

Paulinho skoraði eina markið í fyrri hálfleik og jöfnuðu leikmenn Álaborgar með marki úr vítaspyrnu á 81. mínútu. Sú gleði var þó afar skammlíf því Sory Kaba gerði sigurmark Mið-Jótlendinga mínútu síðar.

Guðmundur Þórarinsson var ekki í leikmannahópi Álaborgar.

Midtjylland 2 - 1 Aalborg
1-0 Paulinho ('31)
1-1 M. Makaric ('81, víti)
2-1 S. Kaba ('82)


Athugasemdir
banner
banner
banner