Davies, Dibling, Wharton, Zirkzee, Tah og fleiri góðir koma við sögu
   fös 30. júní 2023 20:51
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Svartfellingar áttu aldrei möguleika
Stefán Ingi skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum.
Stefán Ingi skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik 5 - 0 Buducnost Podgorica
1-0 Viktor Karl Einarsson ('5)
2-0 Stefán Ingi Sigurðarson ('22)
3-0 Gísli Eyjólfsson ('28)
4-0 Höskuldur Gunnlaugsson ('33)
5-0 Jason Daði Svanþórsson ('74)
Rautt spjald: Miomir Djurickovic, Buducnost ('92)


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  0 Buducnost

Breiðablik er búið að trygja sig inn í forkeppni fyrir riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir frábæra sigra í undanriðli fyrir forkeppnina.

Blikar byrjuðu á að rúlla yfir Tre Penne frá San Marínó í byrjun viku og unnu í kvöld úrslitaleikinn gegn Buducnost Podgorica frá Svartfjallalandi.

Breiðablik byrjaði af miklum krafti og leiddi 4-0 í leikhlé eftir gríðarlega mikla yfirburði í fyrri hálfleik, þar sem Viktor Karl Einarsson, Stefán Ingi Sigurðarson, Gísli Eyjólfsson og Höskuldur Gunnlaugsson skiptu mörkunum bróðurlega á milli sín.

Síðari hálfleikurinn var talsvert jafnari en Jason Daði Svanþórsson skoraði fimmta og síðasta mark leiksins eftir hrikaleg varnarmistök.

Niðurstaðan þægilegur sigur fyrir Blika sem mæta Shamrock Rovers í fyrstu umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner