City hefur sett verðmiða á McAtee - Real til í að bíða eftir Konate og hefur áhuga á Saliba
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
   mán 30. júní 2025 15:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Icelandair
EM KVK 2025
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína Lea í leik með landsliðinu.
Karólína Lea í leik með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á æfingu með landsliðinu í Sviss.
Á æfingu með landsliðinu í Sviss.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er búið að vera gríðarlegur hiti síðustu daga og að fá smá vind er bara gríðarlega gott," sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir þegar hún ræddi við Fótbolta.net fyrir utan hótel landsliðsins í Sviss í dag. Um er að ræða gríðarlega flott hótel.

Stelpurnar komu til Sviss síðasta laugardag og hafa verið að undirbúa sig fyrir fyrsta leik á Evrópumótinu síðustu daga.

Hvernig var að koma hingað á þetta hótel?

„Það var bara yndislegt. Þetta er geðveikt hótel og yndislegt útsýni. Maður getur ekki kvartað."

Karólína segir að stelpurnar séu mjög vel stemmdar fyrir fyrsta leik á mótinu.

„Við erum alltaf að fara meira og meira í Finnana. Þetta er hrikalega gott lið. Þær eru kannski svipaðar okkur hvernig þær spila. Þær eru baráttuglaðar og samheldið lið með góðan liðsanda en þær eru líka með gæðaleikmenn inn á milli. Það er mikill spenningur í okkur."

„Þær eru með leikmenn sem spila í öllum stærstu deildunum. Þær geta líka haldið vel í boltann og refsað ef við erum eitthvað að gleyma okkur."

„Við förum inn í alla leiki sama hver andstæðingurinn er og það er engin breyting á því núna."

Þið verðið bara að bíða spennt
Það komu fréttir um það í morgun að frágengið væri að Karólína Lea færi til Inter á Ítalíu. Hún er samningsbundin Bayern München í Þýskalandi en hefur verið sterklega orðuð við Inter.

„Ég get bara sagt að ég sé samningsbundin Bayern. Framtíð mun ráðast á næstu dögum. Hvort ég verði áfram hjá Bayern eða fari eitthvað annað, þið verðið bara að bíða spennt," sagði Karólína.

Það er líka talið líklegt að Cecilía Rán Rúnarsdóttir verði hjá Inter á næsta tímabili en hún var þar á láni frá Bayern á síðustu leiktíð. Hafið þið eitthvað talað um Inter?

„Nei," sagði Karólína og hló.

Er það spennandi að þú sért orðuð við Inter?

„Já, algjörlega. Þetta er frábært lið og skemmtileg deild. En við verðum bara að bíða og sjá," sagði Karólína og bætti við í lokin að ekkert væri klappað og klárt, ekki enn.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Leikir Íslands á EM 2025:
2. júlí, Ísland - Finnland
6. júlí, Ísland - Sviss
10. júlí, Ísland - Noregur
Athugasemdir
banner