Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   fim 30. júlí 2020 22:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Hann tók ekki línuna alla leið
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var svekktur eftir að hans menn féllu úr leik í Mjólkurbikar karla. Víkingar eru ríkjandi bikarmeistarar en þeir töpuðu 2-1 fyrir Stjörnunni í 16-liða úrslitum á þessu fimmtudagskvöldi.

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir hönd strákana. Þetta var frábær leikur," sagði Arnar í viðtali við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Stjarnan

„Þetta var end-to-end leikur. Fyrri hálfleikurinn var jafn og áttu bæði lið góða spilkafla. Seinni hálfleikurinn var eign okkar. Ef við áttum að detta út úr bikarnum þá var þægilegra að gera það svona með alvöru leik. Það er hrikalega svekkjandi að ná ekki að verja titilinn."

Víkingar lentu undir eftir tæpa mínútu. „Það er búið að gera í síðustu leikjum að við erum að fá á okkur mark í byrjun og elta leikjana. Þetta var klaufalegt mark. Þetta hefur líka áhrif sálfræðilega. Hitt liðið fær vítamínssprautu og þú ert að sleikja sárin í nokkrar mínútur á eftir."

Arnar var ekki sáttur með dómarann undir lok leiksins. Nikolaj Hansen fékk rautt og Víkingar vildu fá víti nokkrum mínútum síðar þegar boltinn fór í hendi Eyjólfs Héðinssonar.

„Þetta var algjör þvæla," sagði Arnar um rauða spjaldið. „Ég var ánægður með línuna sem Þorvaldur tók í leiknum, hann er góður dómari. Þetta var enskur leikur þar sem mikið var leyft. Hann tók samt ekki línuna alla leið. Nikolaj er stór strákur og er bara að verja sig. Hann er bara að stíga sinn mann út og þannig horfir þetta við mér."

„Þetta var hriklega skemmtilegur leikur og hörkuleikur, mikill hraði og gott tempó. Dómarinn leyfði leiknum að fljóta mjög vel en inn á milli komu glórulausar ákvarðanir."

Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner