Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   fim 30. júlí 2020 22:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar Gunnlaugs: Hann tók ekki línuna alla leið
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var svekktur eftir að hans menn féllu úr leik í Mjólkurbikar karla. Víkingar eru ríkjandi bikarmeistarar en þeir töpuðu 2-1 fyrir Stjörnunni í 16-liða úrslitum á þessu fimmtudagskvöldi.

„Þetta eru gríðarleg vonbrigði fyrir hönd strákana. Þetta var frábær leikur," sagði Arnar í viðtali við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Stjarnan

„Þetta var end-to-end leikur. Fyrri hálfleikurinn var jafn og áttu bæði lið góða spilkafla. Seinni hálfleikurinn var eign okkar. Ef við áttum að detta út úr bikarnum þá var þægilegra að gera það svona með alvöru leik. Það er hrikalega svekkjandi að ná ekki að verja titilinn."

Víkingar lentu undir eftir tæpa mínútu. „Það er búið að gera í síðustu leikjum að við erum að fá á okkur mark í byrjun og elta leikjana. Þetta var klaufalegt mark. Þetta hefur líka áhrif sálfræðilega. Hitt liðið fær vítamínssprautu og þú ert að sleikja sárin í nokkrar mínútur á eftir."

Arnar var ekki sáttur með dómarann undir lok leiksins. Nikolaj Hansen fékk rautt og Víkingar vildu fá víti nokkrum mínútum síðar þegar boltinn fór í hendi Eyjólfs Héðinssonar.

„Þetta var algjör þvæla," sagði Arnar um rauða spjaldið. „Ég var ánægður með línuna sem Þorvaldur tók í leiknum, hann er góður dómari. Þetta var enskur leikur þar sem mikið var leyft. Hann tók samt ekki línuna alla leið. Nikolaj er stór strákur og er bara að verja sig. Hann er bara að stíga sinn mann út og þannig horfir þetta við mér."

„Þetta var hriklega skemmtilegur leikur og hörkuleikur, mikill hraði og gott tempó. Dómarinn leyfði leiknum að fljóta mjög vel en inn á milli komu glórulausar ákvarðanir."

Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner