fim 30. júlí 2020 20:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: ÍBV áfram eftir framlengingu á Akureyri
ÍBV áfram í 8-liða úrslit.
ÍBV áfram í 8-liða úrslit.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA 1 - 2 ÍBV
0-1 Jose Enrique Seoane Vergara ('8 )
1-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('20 )
1-2 Víðir Þorvarðarson ('98 )
Lestu nánar um leikinn

ÍBV verður fulltrúi Lengjudeildarinnar í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Hvort að Vestmannaeyingar verði einu fulltrúar Lengjudeildarinnar á hins vegar eftir að koma í ljós.

ÍBV fór á Akureyri og mætti þar KA, sem hafði ekki tapað leik og ekki fengið á sig mark frá því að Arnar Grétarsson tók við liðinu fyrr í mánuðinum.

Á áttundu mínútu leiksins fékk KA á sig sitt fyrsta mark í stjóratíð Arnars Grétarssonar þegar Sito skoraði fyrir ÍBV.

Forystan var ekki langlíf því KA jafnaði á 20. mínútu. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði þá beint úr hornspyrnu, yfir Halldór Pál Geirsson í marki ÍBV sem hefði átt að gera betur.

Þetta var hörkuleikur og staðan var jöfn í hálfleik. Þannig var hún líka eftir 90 plús mínútur og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni reyndust Eyjamenn sterkari. Víðir Þorvarðarson skoraði á 98. mínútu og undir lokin skoraði Gary Martin þriðja mark gestana, stuttu eftir að KA hafði verið nálægt því að jafna metin.

ÍBV er komið í 8-liða úrslit og geta Eyjamenn því farið nokkuð glaðir inn í helgina þó það verði engin Þjóðhátíð.

Önnur úrslit:
FH fyrsta liðið inn í 8-liða úrslitin


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner