Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. júlí 2020 19:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: FH fyrsta liðið inn í 8-liða úrslitin
Daníel Hafsteinsson kom FH yfir með athyglisverðu marki.
Daníel Hafsteinsson kom FH yfir með athyglisverðu marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér farseðillinn í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla.

Það fara fram sjö leikir í kvöld og eru þeir allir leiknir án áhorfenda eftir að reglur varðandi Covid-19 á Íslandi voru hertar. Öllum leikjum í meistaraflokki og 2. flokki, eftir kvöldið í kvöld, verður frestað til 5. ágúst að minnsta kosti.

FH fékk Þór í heimsókn á svo gott sem tómum Kaplakrikavelli. Daníel Hafsteinsson kom FH yfir eftir aðeins tvær mínútur með sprellimarki. „JESÚS MINN ALMÁTTUGUR ARON BIRKIR. Fær sendingu til baka og bíður alltof lengi með að koma boltanum í burtu og Daníel keyrir á hann í pressuna og Aron spyrnir boltanum í Daníel og boltinn í netið," skrifaði Anton Freyr Jónsson í beinni textalýsingu.

Þetta mark olli því að staðan var 1-0 í hálfleik. Eftir klukkutíma leik fékk FH svo vítaspyrnu. Þórir Jóhann Helgason fór á punktinn og skoraði.

Steven Lennon skoraði þriðja markið svo stuttu síðar og gekk frá leiknum. Þórsarar reyndu hvað þeir gátu í þessum leik og þeir náðu að klóra í bakkann þegar Guðni Sigþórsson skoraði á 88. mínútu. Lengra komust þeir hins vegar ekki og lokatölur 3-1.

Það er framlengt á Akureyri þar sem ÍBV er í heimsókn hjá KA. Hægt er að nálgast textalýsinguna hér að neðan.

FH 3 - 1 Þór
1-0 Daníel Hafsteinsson ('2 )
2-0 Þórir Jóhann Helgason ('61 , víti)
3-0 Steven Lennon ('67 )
3-1 Guðni Sigþórsson ('88)
Lestu nánar um leikinn

KA 1 - 1 ÍBV (Framlenging stendur yfir)
0-1 Jose Enrique Seoane Vergara ('8 )
1-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('20 )
Lestu nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner