Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fim 30. júlí 2020 10:11
Magnús Már Einarsson
Vonir Man Utd um að fá Sancho aukast
Sky Sports segir frá því í dag að vonir Manchester United um að fá Jadon Sancho frá Borussia Dortmund séu að aukast.

Manchester United hefur sett Sancho efstan á óskalista sinn í sumar en áhugi félagsins á Jack Grealish hefur minnkað.

Dortmund vill fá 109 milljónir punda fyrir Sancho en Manchester United er ekki tilbúið að greiða svo háa upphæð.

Dortmund vill að lausn finnist í málinu áður en félagið fer í æfingaferð í Sviss þann 10. ágúst næstkomandi.

Þýska félagið vill hafa tíma til að finna mann til að fylla skarðið ef Sancho fer. Jonathan Ikone hjá Lille kemur þar til greina en hann gæti kostað 45.25 milljónir punda.
Athugasemdir
banner