Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 30. júlí 2022 16:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar hrósar Stjörnunni: Flest lið hefðu gefist upp
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er fyrst og fremst svekktur að hafa ekki klárað leikinn," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, eftir 2-2 jafntefli við Stjörnuna á þessum laugardegi.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  2 Víkingur R.

Hann var sáttur með spilamennsku síns liðs á löngum köflum í leiknum.

„Það voru mikill gæði í okkar leik og hátt orkustig, en Stjarnan er bara óútreiknanlegt lið. Þeir eru búnir að reynast okkur erfiðir í sumar. Þeir sýndu gríðarlegan karatker að hanga inn í leiknum. Flest lið hefðu gefist upp miðað við það hversu lítið þeir voru með boltann og hversu erfiðlega það gekk hjá þeim að byggja upp spil. Þeir héldu áfram og sýndu hjarta."

Það er alltaf skemmtilegt þegar þessi lið mætast, en fyrri leikur liðanna í sumar endaði 4-5. „Það er ótrúlegt að við höfum fengið eitt stig úr þessum leikjum. Báða leikina erum við búnir að spila virkilega vel. Ég held að tölfræðin okkar í báðum leikjum sé alveg fáránleg," sagði Arnar.

Víkingar þurftu að ferðast fyrir Evrópuleik í vikunni. Hvernig var fyrir leikmenn að koma inn í þennan leik eftir það ferðalag?

„Mér fannst leikmenn svara því vel frá fyrstu mínútu. Það var gríðarlega hátt orkustig fyrstu 75 mínúturnar. Mörkin sem við fáum á okkur eru fyrsta merki um þreytu, leikmenn missa fókus. Þetta voru ansi klaufaleg mörk, en 90 prósent af leiknum vorum við virkilega góðir."

Hér fyrir ofan má horfa á allt viðtalið við Arnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner