Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 30. júlí 2022 06:00
Fótbolti.net
Íslenski, enski og Þórir Hákonar á X977 í dag
Mynd: Fótbolti.net
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er í verslunarmannahelgargír á X977 í dag, laugardag. Þátturinn er á dagskrá á sínum hefðbundna tíma, milli 12 og 14.

Elvar Geir og Tómas Þór fara yfir allar helstu fréttirnar úr íslenska boltanum; stærstu tíðindi félagaskiptagluggans og Evrópuleiki Víkings og Breiðabliks.

Tryggvi Páll Tryggvason fréttamaður ræðir um enska boltann og Cristiano Ronaldo. Næsta föstudag fer úrvalsdeildin af stað. Skoðað verður hvað stærstu félögin gerðu í sumarglugganum.

Þórir Hákonarson ræðir um peningana sem Sambandsdeildin gefur Blikum og Víkingum og hvernig vörumerkið Besta deildin fer af stað.

Þá verður púlsinn tekinn á Þjóðhátíðarstemningunni í Eyjum þar sem okkar besti maður, Arnar Daði Arnarsson er staddur.


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner