Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 30. júlí 2022 10:20
Ívan Guðjón Baldursson
Marseille býður Tavares velkominn til Mars (Staðfest)
Arsenal hafnaði kaupmöguleika
Tavares spilaði 22 úrvalsdeildarleiki á síðustu leiktíð en þótti ekki nægilega góður varnarlega.
Tavares spilaði 22 úrvalsdeildarleiki á síðustu leiktíð en þótti ekki nægilega góður varnarlega.
Mynd: Getty Images

Arsenal er búið að samþykkja að lána portúgalska bakvörðinn Nuno Tavares til Marseille yfir tímabilið.


Marseille vildi hafa kaupmöguleika með í lánssamningnum en Arsenal neitaði og mun Tavares því snúa aftur til Englands eftir tímabilið.

Arsenal hefur lánað nokkra leikmenn til Marseille að undanförnu þar sem William Saliba og Matteo Guendouzi voru lánaðir til félagsins í fyrra og Sead Kolasinac fór frítt.

Marseille keypti Guendouzi og reyndi að kaupa Saliba, sem reyndist besti varnarmaður frönsku deildarinnar, en Arsenal hafnaði því.

Fabrizio Romano greinir frá því að Marseille hafi unnið kapphlaupið um Tavares þar sem bakvörðurinn var gríðarlega eftirsóttur, meðal annars af Atalanta á Ítalíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner