Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 30. júlí 2022 15:40
Ívan Guðjón Baldursson
Þýski bikarinn: Leverkusen tapaði fyrir C-deildarliði - Framlengt hjá Köln
Patrick Schick skoraði í dag en það nægði ekki gegn Elversberg.
Patrick Schick skoraði í dag en það nægði ekki gegn Elversberg.
Mynd: EPA
Tekst Köln að gera sigurmark í framlengingu gegn Regensburg?
Tekst Köln að gera sigurmark í framlengingu gegn Regensburg?
Mynd: EPA

Þýski bikarinn er farinn af stað og er strax dramatík í 64-liða úrslitunum þar sem Bayer Leverkusen er dottið úr leik.


Leverkusen heimsótti C-deildarlið Elversberg og endaði á að tapa 4-3 eftir ótrúlega rimmu.

Köln, sem leikur í efstu deild ásamt Leverkusen, er þá í framlengingu gegn Regensburg sem leikur í B-deildinni og endaði átta stigum frá fallsæti á síðustu leiktíð.

Hamburger SV var næstum farið upp í efstu deild í sumar en tapaði umspilsleik og er því áfram í B-deildinni. HSV er þessa stundina einnig í framlengingu gegn SpVgg Bayreuth, sem eru nýliðar í C-deild eftir að hafa unnið D-deildina í vor.

Elversberg 4 - 3 Bayer Leverkusen
1-0 J. Rochelt ('3)
1-1 Adam Hlozek ('5)
2-1 Koffi ('17, víti)
2-2 Charles Aranguiz ('30)
3-2 L. Schnellbacher ('37)
4-2 K. Conrad ('74)
4-3 Patrick Schick ('89)

Önnur úrslit sem koma á óvart er 1-0 sigur D-deildarliðs Lubeck gegn B-deildarliði Hansa Rostock.

Annars eru Paderborn, Heidenheim, St. Pauli og Bochum komin áfram í 32-liða úrslitin.

Lubeck 1 - 0 Hansa Rostock

Einheit Wernigerode 0 - 10 Paderborn

Illertissen 0 - 2 Heidenheim

Straelen 3 - 4 St. Pauli

Viktoria Berlin 0 - 3 Bochum


Athugasemdir
banner
banner
banner