Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   þri 30. júlí 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fær KR inn leikmenn? - „Gerum okkur grein fyrir að liðið er í alvarlegri stöðu"
KR er þremur stigum frá fallsvæðinu.
KR er þremur stigum frá fallsvæðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson er sagður vera búinn að semja við KR.
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson er sagður vera búinn að semja við KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR er ekki í góðum málum í Bestu deild karla, en liðið er aðeins þremur stigum frá fallsvæðinu eftir jafntefli gegn KA í gærkvöldi.

Félagaskiptaglugginn er núna opinn og það hefur verið fjallað um það að Ástbjörn Þórðarson og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson séu að koma til félagsins.

Báðir eru þeir á mála hjá FH en þeir verða samningslausir eftir tímabilið. Talað hefur verið um að KR sé að reyna að fá þá núna í glugganum en það sé flókið.

„Það er allt bara - eins og kom fram í einhverjum spjöllum í gær - í skoðun. Menn eru bara að skoða stöðuna," sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, við Fótbolta.net í dag.

„Þeir eru samningsbundnir FH. Menn hafa bara verið að kanna stöðuna. Það er annars ekkert sem ég get sagt um á þessum tímapunkti."

Pálmi Rafn Pálmason, núverandi þjálfari KR, var spurður út í leikmennina í viðtali í gær. „Ég er hæfilega bjartsýnn. Ég hef sagt það áður að ég myndi gjarnan vilja fá þessa tvo leikmenn til okkar og hvað þá núna í glugganum. En þeir eru bara leikmenn FH eins og er. Flottir leikmenn og frábærir karakterar," sagði Pálmi.

Nýir leikmenn áður en glugginn lokar?
KR var að selja Aron Kristófer Lárusson í Þór en félagið hefur ekki enn bætt við sig leikmanni í glugganum þrátt fyrir að vera í vondri stöðu í deildinni. Það eru enn um tvær vikur eftir af glugganum, en er von á einhverjum fréttum úr Vesturbænum?

„Við gerum okkur grein fyrir því að liðið er í alvarlegri stöðu og við erum bara að skoða okkar mál," sagði formaðurinn við því.
Pálmi Rafn um Ástbjörn og Gyrði: Ég er hæfilega bjartsýnn
Athugasemdir
banner
banner
banner