Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 30. ágúst 2020 21:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara vill alltaf meira - Einn besti íþróttamaður sem við höfum átt
Sara lyftir bikarnum.
Sara lyftir bikarnum.
Mynd: Getty Images
Sara Björk Gunnarsdóttir varð í kvöld Evrópumeistari, önnur Íslendinga.

Fjallað var vel um leikinn í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2 þar sem Helena Ólafsdóttir stjórnaði umræðunni með þær Margréti Láru Viðarsdóttur og Báru Kristbjörgu Rúnarsdóttur í settinu.

„Hún mun lifa vel á þessu vel og lengi, en maður veit hvernig Sara virkar líka. Hún vaknar eftir 2-3 daga og fer að finna sér ný markmið. Allan daginn, hún er bara þannig. Hún vill alltaf meira," sagði Margrét Lára.

„Annars væri hún ekkert þarna," sagði Bára Kristbjörg þegar Sara lyfti bikarnum.

Einstakur karakter
Sara kemur úr Haukum þar sem hún tók sín fyrstu skref. Þegar hún var 14 ára sleit hún krossband og var tilkynnt það að hún myndi líklega ekki spila fótbolta aftur. Hún gafst hins vegar ekki upp og æfði rosalega til að geta spilað fótbolta aftur. Í dag er hún Evrópumeistari og fyrirliði íslenska landsliðsins.

„Ég elska þegar fólk sýnir karakter. Hún meiðist, það er rosalega lítið mál að fara að grenja en hún er með einhvern svona magnaðan karakter," sagði Helena.

„Hún er með þennan karakter til að ná svona langt," sagði Margrét Lára.

„Mér finnst þetta geðveikt. Sara er dæmigert eintak sem sýnir hvað þarf til að ná árangri. Hún er ekki með hæfileika eins og Messi, náttúrulega hæfileika sem eru út úr þessum heimi. Ástæðan fyrir því að hún nær árangri er þetta vinnueðli, þessi keppnismanneskja og þessi einbeiting. Maður hefur sjaldan séð annað eins hugarfar," sagði Bára Kristbjörg og bætti við: „Hún er ekki bara góð fótbolta, hún er einn af allra besta íþróttamönnum sem við höfum átt."

„Við erum búin að tala um karakterinn innan vallar, en svo er hún ofboðslega ljúf og góð utan vallar. Hún er alltaf tilbúin að gefa af sér til liðsins. Hún er mikill húmoristi og kann þessa réttu blöndu að vera hörð innan vallar og létt og ljúf utan vallar," sagði Margrét Lára sem spilaði með Söru í landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner