Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   sun 30. ágúst 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sara annar Íslendingurinn sem vinnur Meistaradeildina
Kvenaboltinn
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, varð í kvöld Evrópumeistari með franska félaginu Lyon.

Sara var að spila í sínum öðrum úrslitaleik í Meistaradeildinni, en hún fór einnig alla leið í úrslit með Wolfsburg árið 2018 en tapaði þá fyrir Lyon. Í kvöld var Sara í sigurliðinu gegn sínum gömlu félögum.

Þetta er risastórt fyrir íslenska íþróttasögu því Sara er aðeins annar leikmaðurinn frá Íslandi sem vinnur Meistaradeild Evrópu með sínu liði í fótbolta.

Hinn Íslendingurinn er Eiður Smári Guðjohnsen, sem vann keppnina með stórkostlegu liði Barcelona árið 2009.

Það sem meira er að þá skoraði Sara í úrslitaleiknum í kvöld.

Sjá einnig:
Sjáðu markið: Sara innsiglaði sigurinn í úrslitaleiknum
Segir að Sara hafi verið best á vellinum


Athugasemdir
banner