
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, varð í kvöld Evrópumeistari með franska félaginu Lyon.
Sara var að spila í sínum öðrum úrslitaleik í Meistaradeildinni, en hún fór einnig alla leið í úrslit með Wolfsburg árið 2018 en tapaði þá fyrir Lyon. Í kvöld var Sara í sigurliðinu gegn sínum gömlu félögum.
Þetta er risastórt fyrir íslenska íþróttasögu því Sara er aðeins annar leikmaðurinn frá Íslandi sem vinnur Meistaradeild Evrópu með sínu liði í fótbolta.
Hinn Íslendingurinn er Eiður Smári Guðjohnsen, sem vann keppnina með stórkostlegu liði Barcelona árið 2009.
Það sem meira er að þá skoraði Sara í úrslitaleiknum í kvöld.
Sjá einnig:
Sjáðu markið: Sara innsiglaði sigurinn í úrslitaleiknum
Segir að Sara hafi verið best á vellinum
Iceland now has two Champions League winners!
— Gudmundur Asgeirsson (@gummi_aa) August 30, 2020
A proud moment in Icelandic sports history as @sarabjork18 scored the third goal for @OLfeminin #fotboltinet https://t.co/3V83Iuq32I
Athugasemdir