Logi Tómasson hefur mikið verið orðaður við Íslendingafélagið Kortrijk í sumar, og ekki af ástæðulaus því félagið gerði þrjú tilboð í Loga í sumar.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net verður verður þó ekkert úr því að Logi fari til Kortrijk í þessum glugga. Þrátt fyrir að félögin hafi í tvígang verið að ná samkomulagi, þá var ekki hægt að ganga frá félagaskiptunum því stjórn Kortrijk sagði stopp og kom í veg fyrir kaupin. Belgíska félagið þarf fyrst að selja til þess að geta keypt.
Freyr Alexandersson er þjálfari Kortrijk og Patrik Sigurður Gunnarsson er markvörður liðsins.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net verður verður þó ekkert úr því að Logi fari til Kortrijk í þessum glugga. Þrátt fyrir að félögin hafi í tvígang verið að ná samkomulagi, þá var ekki hægt að ganga frá félagaskiptunum því stjórn Kortrijk sagði stopp og kom í veg fyrir kaupin. Belgíska félagið þarf fyrst að selja til þess að geta keypt.
Freyr Alexandersson er þjálfari Kortrijk og Patrik Sigurður Gunnarsson er markvörður liðsins.
Logi hefði orðið dýrasti leikmaður í sögu belgíska félagsins en hæsta tilboð Kortrijk var um 1,5 milljón evra og var sú upphæð að hluta til árangurstengd.
Fleiri félög hafa sýnt Loga áhuga í sumar og verið fjallað um áhuga frá Englandi og Hollandi.
„Við vorum spenntir fyrir þessum möguleika. Viðræðurnar hafa tekið nokkrar vikur og í tvígang náðu félögin nánast samkomulagi. Þetta tókst ekki í þetta skiptið, en kannski kemur að þessu seinna," segir Ólafur Garðarsson við Fótbolta.net en hann er umboðsmaður Loga.
Logi var spenntur fyrir því að vinna með Frey en það gæti raungerst í framtíðinni.
„Við höfum haft mikinn áhuga á Loga og fylgst vel með hans framþróun, það mun ekki ganga upp að þessu sinni, en ég vona að við náum að vinna saman við rétta tækifærið," segir Freyr við Fótbolta.net.
Logi er 23 ára vinstri bakvörður sem spilað hefur sem vængbakvörður á þessu tímabili. Hann hefur spilað virkilega vel og vann sér inn sæti í landsliðinu í sumar. Hann gæti spilað sinn fyrsta keppnisleik með A-landsliðinu í næstu viku þegar Ísland mætir Svartfjallalandi og svo í kjölfarið á landsliðið leik gegn Tyrklandi.
Athugasemdir