Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 30. september 2020 10:04
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
Landsliðin lækkuðu í launum
Kvennalandsliðið vann Lettland og gerði jafntefli gegn Svíþjóð í síðasta landsliðsglugga.
Kvennalandsliðið vann Lettland og gerði jafntefli gegn Svíþjóð í síðasta landsliðsglugga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karla- og kvennalandsliðin í fótbolta tóku á sig launalækkun í verkefnum sínum í september en Fréttablaðið greinir frá þessu.

Fyrir sigurleik fær hver leikmaður um 300 þúsund króna sigurbónus, en að þessu sinni var hann lægri en venjulega í ljósi stöðunnar.

Rúm tvö ár eru síðan KSÍ jafnaði árangurstengdar greiðslur til karla og kvenna og kostar hver sigurleikur sambandið um sjö milljónir, ef 23 eru í hópnum.

„Ég held að í þessu árferði og aðstæðum þurfi að standa saman í því að láta enda ná saman. Það kreppir að hjá okkur eins og öðrum," segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ.

„Fólk er að taka á sig launaskerðingu, minnka starfshlutfall, minnka bónusa og dómararnir tóku einnig á sig skerðingu."
Athugasemdir
banner
banner