Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 30. september 2023 21:08
Arnar Laufdal Arnarsson
Aron Elí eftir tap gegn Vestra: Vorum bestir í deildinni fannst mér
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég veit það ekki, ofan á það hvernig tímabilið hjá okkur var og maður hélt að þetta væri að fara bjargast í dag en þetta datt ekki með okkur þetta eina mark sem þurfti til að vinna leikinn og þá er bara allt undir í 90 mínútna fótboltaleik og Vestri fara upp í efstu deild eftir þessu fyrirkomulagi" Sagði Aron Elí Sævarsson fyrirliði Aftureldingar eftir 1-0 tap gegn Vestra í úrslitaleiknum um sæti í Bestu deild karla 2024.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Afturelding

Gerir það ekki hlutina miklu meira svekkjandi þegar að mótið er hálfnað eru margir að tala um að Afturelding er bara komið upp um deild en niðurstaðan er bara sæti í Lengjudeildinni 2024?

"Það er auðvitað mjög súrt ég held maður þurfi bara smá tíma til að melta þetta því við vorum bara bestir í deildinni fannst mér, ungir og óreyndir kannski og gerum klaufaleg mistök bæði í uppsetningu leikjanna og kannski nálgun þegar það er mikið undir hjá okkur það var kannski það sem vantaði mest og gerðum ekki nóg til að fara upp sem er eiginlega fáránlegt að segja miðað við hvernig við vorum í sumar því miður"

Í mjög lokuðum leik, mikið undir þá sást að leikmenn beggja liða þorðu ekki að taka miklar áhættur í dag.

"Nei það var svoleiðis, auðvitað er gaman að hafa þetta umspil upp á pressuna að gera, sérð mætinguna hérna í dag og hvað það var mikið undir það er það geggjaða við þetta en það kemur kannski niður á fótboltalegu hliðina á þessu því við erum mjög góðir í fótbolta, halda boltanum. Þetta fyrirkomulag í umspilinu, maður fer kannski ekki alveg í þann flotta fótbolta þegar það er mikið undir"

Hvernig sér Aron næsta tímabil fyrir sér?

"Það er líka eitthvað sem ég þarf að melta sjálfur ég er með samning út næsta ár og þarf bara að skoða mín mál aðeins og liðið allt held ég það er búin að vera biluð pressa á okkur í 2 mánuði að vinna leiki og koma okkur upp, allir að tala um það og það tekur bara sinn toll, maður fer í vinnuna á daginn og allir að tala við mann um þetta þannig maður þarf held ég smá hvíld núna og svo gæti ég svarað þessu"

Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner