De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
   lau 30. september 2023 21:08
Arnar Laufdal Arnarsson
Aron Elí eftir tap gegn Vestra: Vorum bestir í deildinni fannst mér
Lengjudeildin
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég veit það ekki, ofan á það hvernig tímabilið hjá okkur var og maður hélt að þetta væri að fara bjargast í dag en þetta datt ekki með okkur þetta eina mark sem þurfti til að vinna leikinn og þá er bara allt undir í 90 mínútna fótboltaleik og Vestri fara upp í efstu deild eftir þessu fyrirkomulagi" Sagði Aron Elí Sævarsson fyrirliði Aftureldingar eftir 1-0 tap gegn Vestra í úrslitaleiknum um sæti í Bestu deild karla 2024.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Afturelding

Gerir það ekki hlutina miklu meira svekkjandi þegar að mótið er hálfnað eru margir að tala um að Afturelding er bara komið upp um deild en niðurstaðan er bara sæti í Lengjudeildinni 2024?

"Það er auðvitað mjög súrt ég held maður þurfi bara smá tíma til að melta þetta því við vorum bara bestir í deildinni fannst mér, ungir og óreyndir kannski og gerum klaufaleg mistök bæði í uppsetningu leikjanna og kannski nálgun þegar það er mikið undir hjá okkur það var kannski það sem vantaði mest og gerðum ekki nóg til að fara upp sem er eiginlega fáránlegt að segja miðað við hvernig við vorum í sumar því miður"

Í mjög lokuðum leik, mikið undir þá sást að leikmenn beggja liða þorðu ekki að taka miklar áhættur í dag.

"Nei það var svoleiðis, auðvitað er gaman að hafa þetta umspil upp á pressuna að gera, sérð mætinguna hérna í dag og hvað það var mikið undir það er það geggjaða við þetta en það kemur kannski niður á fótboltalegu hliðina á þessu því við erum mjög góðir í fótbolta, halda boltanum. Þetta fyrirkomulag í umspilinu, maður fer kannski ekki alveg í þann flotta fótbolta þegar það er mikið undir"

Hvernig sér Aron næsta tímabil fyrir sér?

"Það er líka eitthvað sem ég þarf að melta sjálfur ég er með samning út næsta ár og þarf bara að skoða mín mál aðeins og liðið allt held ég það er búin að vera biluð pressa á okkur í 2 mánuði að vinna leiki og koma okkur upp, allir að tala um það og það tekur bara sinn toll, maður fer í vinnuna á daginn og allir að tala við mann um þetta þannig maður þarf held ég smá hvíld núna og svo gæti ég svarað þessu"

Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner