Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   lau 30. september 2023 21:08
Arnar Laufdal Arnarsson
Aron Elí eftir tap gegn Vestra: Vorum bestir í deildinni fannst mér
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég veit það ekki, ofan á það hvernig tímabilið hjá okkur var og maður hélt að þetta væri að fara bjargast í dag en þetta datt ekki með okkur þetta eina mark sem þurfti til að vinna leikinn og þá er bara allt undir í 90 mínútna fótboltaleik og Vestri fara upp í efstu deild eftir þessu fyrirkomulagi" Sagði Aron Elí Sævarsson fyrirliði Aftureldingar eftir 1-0 tap gegn Vestra í úrslitaleiknum um sæti í Bestu deild karla 2024.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Afturelding

Gerir það ekki hlutina miklu meira svekkjandi þegar að mótið er hálfnað eru margir að tala um að Afturelding er bara komið upp um deild en niðurstaðan er bara sæti í Lengjudeildinni 2024?

"Það er auðvitað mjög súrt ég held maður þurfi bara smá tíma til að melta þetta því við vorum bara bestir í deildinni fannst mér, ungir og óreyndir kannski og gerum klaufaleg mistök bæði í uppsetningu leikjanna og kannski nálgun þegar það er mikið undir hjá okkur það var kannski það sem vantaði mest og gerðum ekki nóg til að fara upp sem er eiginlega fáránlegt að segja miðað við hvernig við vorum í sumar því miður"

Í mjög lokuðum leik, mikið undir þá sást að leikmenn beggja liða þorðu ekki að taka miklar áhættur í dag.

"Nei það var svoleiðis, auðvitað er gaman að hafa þetta umspil upp á pressuna að gera, sérð mætinguna hérna í dag og hvað það var mikið undir það er það geggjaða við þetta en það kemur kannski niður á fótboltalegu hliðina á þessu því við erum mjög góðir í fótbolta, halda boltanum. Þetta fyrirkomulag í umspilinu, maður fer kannski ekki alveg í þann flotta fótbolta þegar það er mikið undir"

Hvernig sér Aron næsta tímabil fyrir sér?

"Það er líka eitthvað sem ég þarf að melta sjálfur ég er með samning út næsta ár og þarf bara að skoða mín mál aðeins og liðið allt held ég það er búin að vera biluð pressa á okkur í 2 mánuði að vinna leiki og koma okkur upp, allir að tala um það og það tekur bara sinn toll, maður fer í vinnuna á daginn og allir að tala við mann um þetta þannig maður þarf held ég smá hvíld núna og svo gæti ég svarað þessu"

Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner