Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   lau 30. september 2023 21:08
Arnar Laufdal Arnarsson
Aron Elí eftir tap gegn Vestra: Vorum bestir í deildinni fannst mér
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Ég veit það ekki, ofan á það hvernig tímabilið hjá okkur var og maður hélt að þetta væri að fara bjargast í dag en þetta datt ekki með okkur þetta eina mark sem þurfti til að vinna leikinn og þá er bara allt undir í 90 mínútna fótboltaleik og Vestri fara upp í efstu deild eftir þessu fyrirkomulagi" Sagði Aron Elí Sævarsson fyrirliði Aftureldingar eftir 1-0 tap gegn Vestra í úrslitaleiknum um sæti í Bestu deild karla 2024.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Afturelding

Gerir það ekki hlutina miklu meira svekkjandi þegar að mótið er hálfnað eru margir að tala um að Afturelding er bara komið upp um deild en niðurstaðan er bara sæti í Lengjudeildinni 2024?

"Það er auðvitað mjög súrt ég held maður þurfi bara smá tíma til að melta þetta því við vorum bara bestir í deildinni fannst mér, ungir og óreyndir kannski og gerum klaufaleg mistök bæði í uppsetningu leikjanna og kannski nálgun þegar það er mikið undir hjá okkur það var kannski það sem vantaði mest og gerðum ekki nóg til að fara upp sem er eiginlega fáránlegt að segja miðað við hvernig við vorum í sumar því miður"

Í mjög lokuðum leik, mikið undir þá sást að leikmenn beggja liða þorðu ekki að taka miklar áhættur í dag.

"Nei það var svoleiðis, auðvitað er gaman að hafa þetta umspil upp á pressuna að gera, sérð mætinguna hérna í dag og hvað það var mikið undir það er það geggjaða við þetta en það kemur kannski niður á fótboltalegu hliðina á þessu því við erum mjög góðir í fótbolta, halda boltanum. Þetta fyrirkomulag í umspilinu, maður fer kannski ekki alveg í þann flotta fótbolta þegar það er mikið undir"

Hvernig sér Aron næsta tímabil fyrir sér?

"Það er líka eitthvað sem ég þarf að melta sjálfur ég er með samning út næsta ár og þarf bara að skoða mín mál aðeins og liðið allt held ég það er búin að vera biluð pressa á okkur í 2 mánuði að vinna leiki og koma okkur upp, allir að tala um það og það tekur bara sinn toll, maður fer í vinnuna á daginn og allir að tala við mann um þetta þannig maður þarf held ég smá hvíld núna og svo gæti ég svarað þessu"

Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner