De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   lau 30. september 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Benjamín framlengir við Fram
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn efnilegi Benjamín Jónsson hefur er búinn að framlengja samning sinn við Fram, þar sem hann er varamarkvörður eftir Ólafi Íshólm Ólafssyni í goggunarröðinni.

Benjamín er fæddur 2003, hann er uppalinn hjá Val og Fram og hefur verið hjá Fram síðustu fjögur ár.

Benjamín spilaði einn leik í Bestu deildinni í sumar, þegar Fram tapaði heimaleik gegn Val eftir að hafa komist yfir á heimavelli.

Fram er í harðri fallbaráttu í Bestu deildinni um þessar mundir og gæti nægt einn sigur til að bjarga sér.


Athugasemdir
banner
banner
banner