Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í Leuven unnu öruggan 3-0 sigur á Mechelen í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld, en liðið er taplaust eftir fimm leiki.
Íslenska landsliðskonan var í byrjunarliði Leuven og hjálpaði þannig liði sínu að vinna fjórða deildarleikinn á tímabilinu.
Staðan var 2-0 Leuven í vil þegar Diljá fór af velli og er liðið á toppnum með 13 stig.
Diljá hefur skorað þrjú mörk í deildinni og er þriðja markahæst ásamt fjórum öðrum.
Annar sigurinn í röð hjá Alfons
Alfons Sampsted og hans menn í Twente unnu annan deildarleik sinn í röð er liðið lagði Heerenveen að velli, 1-0, í hollensku úrvalsdeildinni.
Blikinn lék allan leikinn í bakverðinum en Twente situr í 2. sæti með 18 stig, þremur stigum á eftir toppliði PSV.
Athugasemdir