City gæti gert tilboð í Zubimendi - Newcastle gæti reynt við David - Liverpool hefur áhuga á Juanlu
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
Kjartan Henry: Enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur
Jóhann Kristinn: Sennilega ekki spurning hvernig þessi deild endar ef þær ná því upp aftur
Óli Kristjáns: Það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum
Ómar Ingi ósáttur: Of margir slökktu á sér
Sandra María: Við eigum að klára svona leiki
   mán 30. september 2024 23:00
Sölvi Haraldsson
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Þetta umrædda fagn.
Þetta umrædda fagn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við þurftum að vinna þennan leik og við gerðum það. Núna eru bara þrír skemmtilegir leikir eftir.“ sagði Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir 3-0 sigur á ÍA í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  0 ÍA

Hilmar segir að honum hafi fundist seinni hálfleikurinn ganga mjög vel þegar leið á hjá sínum mönnum.

Í seinni hálfleik náðum við betri takti í okkar leik en þeir voru aðeins þéttari. Þetta var kaótískt í seinni hálfleik við náðum að ganga á lagið þá.

Emil skipaði mönnum eftir mörkin að fagna með stuðningsmönnunum, er hann að fara yfir þetta með liðinu eða hvað er þetta?

Emil er bara stemningsmaður og hefur gaman af lífinu og vill að við höfum það líka.“

Komu Stjörnumenn inn í þennan leik sem einhverskonar úrslitaleik?

Það eru allir meðvitaðir um stöðuna en það voru ekkert allir að tala um það. Við ætluðum bara að spila okkar bolta og ég held að það hafi sést á liðinu í dag að þetta er lið sem naut þess að spila fótbolta.

Hvernig líst Hilmari á þessa lokaleiki sem eru framundan?

Mér líst mjög vel á þá þessa leiki. Þrír mjög skemmtilegir leikir á móti öflugum liðum og hlakkar bara til.“ sagði Hilmar Árni að lokum.

Nánar er rætt við Hilmar Árna í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner