Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   mán 30. september 2024 23:00
Sölvi Haraldsson
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Þetta umrædda fagn.
Þetta umrædda fagn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við þurftum að vinna þennan leik og við gerðum það. Núna eru bara þrír skemmtilegir leikir eftir.“ sagði Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir 3-0 sigur á ÍA í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  0 ÍA

Hilmar segir að honum hafi fundist seinni hálfleikurinn ganga mjög vel þegar leið á hjá sínum mönnum.

Í seinni hálfleik náðum við betri takti í okkar leik en þeir voru aðeins þéttari. Þetta var kaótískt í seinni hálfleik við náðum að ganga á lagið þá.

Emil skipaði mönnum eftir mörkin að fagna með stuðningsmönnunum, er hann að fara yfir þetta með liðinu eða hvað er þetta?

Emil er bara stemningsmaður og hefur gaman af lífinu og vill að við höfum það líka.“

Komu Stjörnumenn inn í þennan leik sem einhverskonar úrslitaleik?

Það eru allir meðvitaðir um stöðuna en það voru ekkert allir að tala um það. Við ætluðum bara að spila okkar bolta og ég held að það hafi sést á liðinu í dag að þetta er lið sem naut þess að spila fótbolta.

Hvernig líst Hilmari á þessa lokaleiki sem eru framundan?

Mér líst mjög vel á þá þessa leiki. Þrír mjög skemmtilegir leikir á móti öflugum liðum og hlakkar bara til.“ sagði Hilmar Árni að lokum.

Nánar er rætt við Hilmar Árna í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner