Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   mán 30. september 2024 23:00
Sölvi Haraldsson
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Þetta umrædda fagn.
Þetta umrædda fagn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við þurftum að vinna þennan leik og við gerðum það. Núna eru bara þrír skemmtilegir leikir eftir.“ sagði Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir 3-0 sigur á ÍA í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  0 ÍA

Hilmar segir að honum hafi fundist seinni hálfleikurinn ganga mjög vel þegar leið á hjá sínum mönnum.

Í seinni hálfleik náðum við betri takti í okkar leik en þeir voru aðeins þéttari. Þetta var kaótískt í seinni hálfleik við náðum að ganga á lagið þá.

Emil skipaði mönnum eftir mörkin að fagna með stuðningsmönnunum, er hann að fara yfir þetta með liðinu eða hvað er þetta?

Emil er bara stemningsmaður og hefur gaman af lífinu og vill að við höfum það líka.“

Komu Stjörnumenn inn í þennan leik sem einhverskonar úrslitaleik?

Það eru allir meðvitaðir um stöðuna en það voru ekkert allir að tala um það. Við ætluðum bara að spila okkar bolta og ég held að það hafi sést á liðinu í dag að þetta er lið sem naut þess að spila fótbolta.

Hvernig líst Hilmari á þessa lokaleiki sem eru framundan?

Mér líst mjög vel á þá þessa leiki. Þrír mjög skemmtilegir leikir á móti öflugum liðum og hlakkar bara til.“ sagði Hilmar Árni að lokum.

Nánar er rætt við Hilmar Árna í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner