„Við þurftum að vinna þennan leik og við gerðum það. Núna eru bara þrír skemmtilegir leikir eftir.“ sagði Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir 3-0 sigur á ÍA í kvöld.
Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 0 ÍA
Hilmar segir að honum hafi fundist seinni hálfleikurinn ganga mjög vel þegar leið á hjá sínum mönnum.
„Í seinni hálfleik náðum við betri takti í okkar leik en þeir voru aðeins þéttari. Þetta var kaótískt í seinni hálfleik við náðum að ganga á lagið þá.“
Emil skipaði mönnum eftir mörkin að fagna með stuðningsmönnunum, er hann að fara yfir þetta með liðinu eða hvað er þetta?
„Emil er bara stemningsmaður og hefur gaman af lífinu og vill að við höfum það líka.“
Komu Stjörnumenn inn í þennan leik sem einhverskonar úrslitaleik?
„Það eru allir meðvitaðir um stöðuna en það voru ekkert allir að tala um það. Við ætluðum bara að spila okkar bolta og ég held að það hafi sést á liðinu í dag að þetta er lið sem naut þess að spila fótbolta.“
Hvernig líst Hilmari á þessa lokaleiki sem eru framundan?
„Mér líst mjög vel á þá þessa leiki. Þrír mjög skemmtilegir leikir á móti öflugum liðum og hlakkar bara til.“ sagði Hilmar Árni að lokum.
Nánar er rætt við Hilmar Árna í spilaranum hér að ofan.