
Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tilkynnt er að Ben White varnarmaður Arsenal hefur yfirgefið landsliðið og heldur heim á leið frá Katar.
Kemur fram í yfirlýsingunni að það sé vegna persónulegra aðstæðna.
„Ekki er búist við því að þessi varnarmaður Arsenal snúi aftur á mótið. Við biðjum að fólk gefi honum næði á þessari stundu," segir í yfirlýsingunni.
White hefur verið að spila vel á tímabilinu með Arsenal en hann kom ekkert við sögu á HM með Englandi.
Hann á fjóra landsleiki að baki með enska landsliðinu.
#ThreeLions defender @ben6white has left England’s training base in Al Wakrah and returned home for personal reasons.
— England (@England) November 30, 2022
Athugasemdir