Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
   mið 30. nóvember 2022 18:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
White yfirgefur enska hópinn

Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tilkynnt er að Ben White varnarmaður Arsenal hefur yfirgefið landsliðið og heldur heim á leið frá Katar.

Kemur fram í yfirlýsingunni að það sé vegna persónulegra aðstæðna.


„Ekki er búist við því að þessi varnarmaður Arsenal snúi aftur á mótið. Við biðjum að fólk gefi honum næði á þessari stundu," segir í yfirlýsingunni.

White hefur verið að spila vel á tímabilinu með Arsenal en hann kom ekkert við sögu á HM með Englandi.

Hann á fjóra landsleiki að baki með enska landsliðinu.


Athugasemdir