Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   lau 30. nóvember 2024 21:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Bologna vann Íslendingalið Venezia
Mikael Egill Ellertsson
Mikael Egill Ellertsson
Mynd: EPA

Bologna 3 - 0 Venezia
1-0 Dan Ndoye ('21 , víti)
2-0 Riccardo Orsolini ('69 , víti)
3-0 Dan Ndoye ('71 )


Mikael Egill Ellertsson og Bjarki Steinn Bjarkason byrjuðu báðir á bekknum þegar Venezia heimsótti Bologna í ítölsku deildinni í kvöld.

Bologna var með 1-0 forystu í hálfleik en það var Dan Ndoye sem skoraði markið úr vítaspyrnu.

Mikael Egill kom inn á sem varamaður og spilaði allan seinni hálfleikinn en hann komst ekki á blað.

Bologna fékk aðra vítaspyrnu en í þetta sinn steig Riccardo Orsolini á punktinn þegar hann var nýkominn inn á sem varamaður og skoraði. Ndoye innsiglaði sigur liðsins stuttu síðara eftir undirbúning Orsolini.

Bjarki Steinn kom við sögu í fyrsta sinn á tímabilinu í síðustu umferð eftir erfið meiðsli en hann var ónotaður varamaður í kvöld. Venezia er á botni deildarinnar, þremur stigum frá öruggu sæti en Bologna er í 8. sæti með 21 stig.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir