Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. desember 2019 22:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óvíst með næsta skref Bryndísar Láru
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir varði mark Þór/KA árið 2017, fyrri hluta árs 2018 og þegar heilsan leyfði það í sumar. Bryndís hefur einnig leikið með ÍBV, Breiðablik, KFR/Ægi og Ægi í Meistaraflokki. Hún á 169 skráða leiki í Meistaraflokki og einn A-landsleik.

Bryndís, sem er 28 ára gömul, gat ekki leikið alla leiki í sumar sökum bakmeiðsla og fékk Þór/KA undanþágu í september þar sem enginn markvörður var til taks hjá félaginu.

Bryndís nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Þór/KA eftir liðna leiktíð og er því án félags í dag. Hún lagði hanskana á hilluna eftir tímabilið 2017 en mætti til leiks tímabilið eftir. Ekki er vitað hvað Bryndís tekur sér næst fyrir hendur.

Fótbolti.net hafði í dag samband við Andra Hjörvar Albertsson, aðalþjálfara Þór/KA, og var hann spurður út í mál Bryndísar, eru einhverjar líkur á að hún komi aftur í Þór/KA?

„Nei ég held að það séu afarlitlar líkur á því," sagði Andri við Fótbolta.net.

„Ég hef sjálfur persónulega ekki talað við hana og ég veit ekki hvað hún ætlar að gera næst. Ég held það séu litlar líkur á að hún komi aftur í Þór/KA," sagði Andri um Bryndísi Láru.

Sjá einnig:
Harpa Jóhannsdóttir fær traustið sem aðalmarkvörður Þór/KA
Andri Hjörvar: Loka engum dyrum á endurkomu Mexíkóanna
Athugasemdir
banner
banner
banner