fös 30. desember 2022 21:23
Brynjar Ingi Erluson
Cristiano Ronaldo til Al Nassr (Staðfest)
Cristiano Ronaldo mun spila fyrir Al Nassr
Cristiano Ronaldo mun spila fyrir Al Nassr
Mynd: Al Nassr
Portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo er genginn í raðir Al Nassr í Sádi Arabíu á frjálsri sölu. Samningur Ronaldo gildir til næstu þriggja ára og þénar hann 200 milljónir evra á ári.

Ronaldo, sem er 37 ára gamall, yfirgaf Manchester United stuttu fyrir heimsmeistaramótið í Katar.

Hann hefur verið án félags síðasta eina og hálfa mánuðinn en er nú búinn að finna sér nýtt félag.

Ronaldo skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Al Nassr í Sádi-Arabíu og verður hann langlaunahæsti leikmaður heims.

Leikmaðurinn, sem hefur unnið gullboltann fimm sinnum, þénar 200 milljónir evra í árslaun en þá eru auglýsingasamningir með í þeirri summu.

Al Nassr tilkynnti komu Ronaldo í dag og mun hann spila í treyju númer 7, eins og hann hefu gertr stærstan part ferilsins.

Liðið hefur unnið níu deildartitla í Sádi Arabíu og síðast árið 2019 en félagið er sem stendur í 2. sæti deildarinnar með 23 stig, tveimur stigum á eftir Al Shabab.


Athugasemdir
banner
banner
banner