Portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo er genginn í raðir Al Nassr í Sádi Arabíu á frjálsri sölu. Samningur Ronaldo gildir til næstu þriggja ára og þénar hann 200 milljónir evra á ári.
Ronaldo, sem er 37 ára gamall, yfirgaf Manchester United stuttu fyrir heimsmeistaramótið í Katar.
Hann hefur verið án félags síðasta eina og hálfa mánuðinn en er nú búinn að finna sér nýtt félag.
Ronaldo skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Al Nassr í Sádi-Arabíu og verður hann langlaunahæsti leikmaður heims.
Leikmaðurinn, sem hefur unnið gullboltann fimm sinnum, þénar 200 milljónir evra í árslaun en þá eru auglýsingasamningir með í þeirri summu.
Al Nassr tilkynnti komu Ronaldo í dag og mun hann spila í treyju númer 7, eins og hann hefu gertr stærstan part ferilsins.
Liðið hefur unnið níu deildartitla í Sádi Arabíu og síðast árið 2019 en félagið er sem stendur í 2. sæti deildarinnar með 23 stig, tveimur stigum á eftir Al Shabab.
History in the making. This is a signing that will not only inspire our club to achieve even greater success but inspire our league, our nation and future generations, boys and girls to be the best version of themselves. Welcome @Cristiano to your new home @AlNassrFC pic.twitter.com/oan7nu8NWC
— AlNassr FC (@AlNassrFC_EN) December 30, 2022
Athugasemdir