Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fös 30. desember 2022 14:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak nefnir stærsta félagið sem hefur reynt að fá hann
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson var gestur í þættinum Chess After Dark á dögunum.

Ísak, sem er 19 ára, er einn efnilegasti leikmaður landsins en hann er uppalinn hjá ÍA. Hann fór svo til Norrköping og er í dag hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku.

Ísak var orðaður við stórlið á borð við Manchester United, Liverpool og Juventus áður en hann fór til FCK, en í þættinum var hann spurður að því hvaða væri stærsta félag sem hefði reynt að fá hann - sem hann vissi af.

„Ég veit að Wolves gerði tilboð," sagði Ísak. „Við hittum þá og þeir komu með tilboð á Norrköping. Það fór ekki í gegn."

Ísak segist geta spilað á Englandi í dag þrátt fyrir Brexit þar sem hann er fæddur í landinu. Hann er með enskt vegabréf.

„Þetta var ekki alveg skrefið sem ég vildi taka þá. Ef ég hefði farið til Wolves þá væri ég líklegast í einhverju U23 liði. Ég veit að það eru miklu meiri peningar í ensku úrvalsdeildinni en ég væri ekki í landsliðinu ef ég væri í U23 liði Wolves. Það gæti verið að þeir komi aftur í framtíðinni og ég verð þá á öðrum stað."

Ísak sagði jafnframt að það hefði ekki truflað sig að heyra af áhuga frá sínu uppáhalds félagi, Manchester United. Það kom aldrei tilboð þaðan samt.


Athugasemdir
banner
banner
banner