Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Víkingur vs FH
Tveggja Turna Tal - Óli Jóh & Sigurbjörn Hreiðars
Tveggja Turna Tal - Kári Ársælsson
Enski boltinn - Björn Bragi gestur og svört jól í Manchester
Hugarburðarbolti GW 17 Liverpool á toppnum um jólin! Er Pep ráðalaus?
Útvarpsþátturinn - Ari Sigurpáls, Gísli Gotti og landsliðsþjálfaraleit
Tveggja Turna Tal - Grétar Sigfinnur Sigurðarson
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Fylkir vs Fótbolti.net
Hugarburðarbolti GW 16 Er Amad Diallo næsta ofurstjarna Man Utd?
Enski boltinn - Ótrúlegt hrun Man City, óskarsverðlaunadýfa og tveir reknir
Tveggja Turna Tal - Helgi Jónas Guðfinnsson
Útvarpsþátturinn - Arnór Smára, Júlli Magg og fréttir vikunnar
Fótbolta nördinn - 8 liða úrslit: Stöð 2 vs Þungavigtin
Hugarburðarbolti GW 15 Cole Palmer bætti met!
Enski boltinn - Óreiða á Old Trafford og stærstu mistök Guardiola
Tveggja Turna Tal - Teitur Þórðarson
Útvarpsþátturinn - Stjörnumaðurinn Andri og Elías um brjálæðið á Skaganum
Hugarburðarbolti Þáttur 15 GW14 Er Mo Salah besti knattspyrnumaður heims?
Enski boltinn - Er Ödegaard þá Charlie Adam?
Tveggja Turna Tal - Kristján Ómar Björnsson
   fim 31. janúar 2019 10:00
Fótbolti.net
Heimavöllurinn: Vildi nýja áskorun eftir erfiða mánuði
Sandra María Jessen er viðmælandi Heimavallarins að þessu sinni
Sandra María Jessen er viðmælandi Heimavallarins að þessu sinni
Mynd: Fótbolti.net - Heimavöllurinn
Sandra María Jessen er nýjasta atvinnukonan okkar í knattspyrnu en hún skrifaði nýlega undir samning við þýska liðið Bayer 04 Leverkusen. Þangað fer hún frá Þór/KA þar sem hún hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil eftir að hafa alist upp hjá Þór.

Sandra María varð fljótt fyrirferðamikil í íslenska boltanum. Hún byrjaði að spila með Þór/KA í efstu deild þegar hún var 16 ára gömul og afrekaði það svo ári síðar að spila með öllum landsliðum Íslands. U17, U19, U23 og A-landsliðinu þar sem hún vakti aldeilis athygli og skoraði með fyrstu snertingu í tveimur fyrstu landsleikjum sínum. Með Þór/KA hefur hún hampað tveimur Íslandsmeistaratitlum, nú síðast sem fyrirliði sumarið 2017. Ferillinn hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum og Sandra María hefur til að mynda slitið krossband í tvígang og upplifað kulnun í fótboltanum.

Nýjasta atvinnukonan okkar hefur frá mörgu að segja og gaf sér tíma til að hitta þær Huldu Mýrdal og Mist Rúnarsdóttur á Heimavellinum áður en hún hélt af stað í atvinnumannaævintýrið í Þýskalandi.

Meðal efnis… Sterkur ´95 árgangur, mikið leikjaálag á unglingsárunum, ótrúlegt landsliðsár, Íslandsmeistaratitlarnir, krossbandaslit á EM-árum, efasemdir um leikstíl Borgarstjórans í upphafi, umgjörðin fyrir norðan, kulnun, atvinnumennskan og margt fleira.

Sjá einnig:

Hlustaðu gegnum Podcast forrit

Heimavöllurinn er einnig á Instagram en þar eru knattspyrnu kvenna gerð skil á lifandi hátt.

Eldri þættir af Heimavellinum
Óvænt U-beygja eftir sjö stóra titla í Garðabæ (17. janúar)
Áramótauppgjör (29. desember)
Ingibjörg Sigurðardóttir í ítarlegu spjalli (23. desember)
Félagaskiptin í Pepsi-deildinni (5. desember)
Landsliðsliðið okkar (27. nóvember)
Landsliðsmálin í brennidepli (8.nóvember)
Umræða um Pepsi-deildina (10.október)
Athugasemdir
banner
banner