Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 31. janúar 2020 22:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ryan Bennett í Leicester (Staðfest)
Leicester City hefur fengið varnarmanninn Ryan Bennett á láni frá Wolves.

Hinn 29 ára gamli Bennett hefur komið við sögu í ellefu leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Hann kemur til með að auka breiddina í vörn Leicester sem er að berjast um Meistaradeildarsæti. Jonny Evans og Caglar Soyuncu eru aðalmiðvarðarpar Leicester, en Bennett verður þeim til halds og trausts.

Leicester mun eiga möguleika á að kaupa Bennett næsta sumar.

Filip Benkovic, 22 ára gamall króatískur varnarmaður Leicester, er á leið til Bristol City á láni fyrst Bennett er kominn.
Athugasemdir
banner