Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 31. janúar 2023 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Soonsup-Bell frá Chelsea til Tottenham (Staðfest)
Mynd: Tottenham
Tottenham krækti í dag í leikmann, á gluggadeginum sjálfum. Sá heitir Jude Soonsup-Bell og kemur frá Chelsea. Hann mun fara í akademíuliðið hjá Spurs.

Soonsup-Bell er nítján ára sóknarmaður og skrifar undir samning sem gildir fram á sumarið 2025.

Hann á að baki einn leik með aðalliði Chelsea, kom inn á sem varamaður gegn Brentford í deildabikarnum fyrir rúmu ári síðan.

Hann afrekaði í nóvember 2020 að verða sá fyrsti í sögu akademíuliðs Chelsea til að skora fjögur mörk í sama bikarleiknum. Hann á að baki átján leiki fyrir yngri landslið Englendinga.

Seinna í dag er von á því að Tottenham gangi frá því að Pedro Porro gangi í raðir félagsins á láni frá Sporting. Tottenham myndi svo kaupa hann í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner