Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 31. janúar 2023 14:20
Elvar Geir Magnússon
Útlit fyrir að Sander Berge fari hvergi
Mynd: Getty Images
Allt stefnir í að norski miðjumaðurinn Sander Berge verði áfram hjá Sheffield United, til sumarsins að minnsta kosti. Fulham og Newcastle höfðu sýnt honum áhuga.

Fulham hefur í staðinn gert átta milljóna punda samkomulag við Torino um miðjumanninn Sasa Lukic, sem var víst alltaf þeirra fyrsti kostur.

Lukic er búinn í læknisskoðun og verið er að ganga frá málum.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, vill styrkja miðsvæðið en félagið hefur þegar eytt 45 milljónum punda í að fá Anthony Gordon frá Everton og ekki er útlit fyrir að félagið fái fleiri inn í þessum glugga.
Athugasemdir
banner
banner
banner