Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 31. mars 2020 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Smith: Siggi Jóns hefði getað orðið leikmaður í hæsta gæðaflokki
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Sigurður Jónsson kom upp í spjalli þeirra Alan Smith, Graeme Souness og Jamie Carragher um helgina. Þremenningarnir halda úti hlaðvarpsþættinum Off Script en allir starfa þeir fyrir Sky Sports.

Umræðan fór út í þá leikmenn sem náðu ekki þeim hæðum sem þeir hefðu getað náð. Sigurður lék með Sheffield Wednesday og var lánaður til Barnsley áður en Arsenal fékk hann til London.

Hjá Arsenal lék Siggi átta leiki og skoraði eitt mark á árunum 1989-91. „Ég var að hugsa um leikmenn sem náðu ekki hæstu hæðum þá kom upp í huga mér nafn sem þú Graeme mögulega manst eftir því þú fótbraust hann," byrjar Alan Smith.

„Það gerðist í leik Skotlands gegn Íslandi árið 1986. Hann var miðjumaður sem kom frá Sheffield Wednesday. Hann var yfirvegaður með boltann. Hann elskaði að koma djúpt, nálægt miðvörðunum, og fékk boltann frá þeim."

„Tony Adams og Steve Bould voru þarna í miðverðinum. George (Graham, þáverandi stjóri Arsenal) vildi ekki sjá þetta. Hann vildi fá hann ofar til að styðja við mig (Smith) eða Paul Merson. Hann náði ekki að sýna sitt besta hjá Arsenal og spilaði bara átta leiki. Hann var mjög hæfileikaríkur en bakmeiðsli tóku einnig sinn toll. Svo hætti hann og fór til Íslands en fór aftur út til Dundee."

„Hans nafn kom upp þegar ég hugsa um einhvern sem hefði getað orðið leikmaður í hæsta gæðaflokki."

„Hann var eins og Gylfi er í dag. Svipað stór heima á Íslandi. Það er leiðinlegt að þetta gekk ekki upp hjá honum á Arsenal en stjórinn vildi spila öðruvísi bolta,"
sagði Smith.
Athugasemdir
banner
banner
banner