Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
   sun 31. mars 2024 14:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Salah kom Liverpool til bjargar
Mohamed Salah fagnar marki sínu
Mohamed Salah fagnar marki sínu
Mynd: EPA

Liverpool 2 - 1 Brighton
0-1 Danny Welbeck ('2 )
1-1 Luis Diaz ('27 )
2-1 Mohamed Salah ('65 )


Liverpool vann gríðarlega mikilvægan sigur á Brighton í úrvalsdeildinni í dag og komst á toppinn í úrvalsdeildinni.

Liverpool liðinu hefur ekki gengið vel gegn Brighton í undanförnum leikjum en liðið hafði aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum fyrir leikinn í dag.

Útlitið var svart fyrir Liverpool í upphafi leiks þar sem Danny Welbeck kom Brighton yfir þegar hann skoraði með föstu skoti inn á vítateignum.

Luis Diaz tókst að jafna metin áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Liverpool sótti án afláts og það skilaði sér eftir rúmlega klukkutíma leik þegar Salah kom boltanum í netið eftir frábæra sendingu hjá Alexis Mac Allister.

Luis Diaz hélt að hann hefði bætt öðru marki sínu og þriðja marki Liverpool við stuttu síðar en markið var dæmt af að lokum vegna rangstöðu.

Salah átti síðan skot í uppbótatíma sem Bart Verbruggen í marki Brighton varði frábærlega. Fleira markvert gerðist ekki og sigur Liverpool staðreynd.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 27 8 +19 33
2 Aston Villa 15 9 3 3 21 14 +7 30
3 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir