Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   sun 31. maí 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
„Ótrúlega lítil smithætta í fótboltaleik"
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Hollendingar ákváðu, líkt og Belgar og Frakkar, að binda enda á knattspyrnutímabilið sitt vegna Covid-19.

Í kjölfarið tóku Hollendingar að rannsaka mögulega smithættu kórónuveirunnar í fótboltaleik. Íþróttatæknifyrirtækið Inmotio greindi 482 leiki úr efstu deild hollenska boltans til að meta nánd leikmanna á vellinum og þar af leiðandi smithættu.

Niðurstöðurnar eru sláandi: það gerist aðeins í 0,2 prósent leikja að tveir leikmenn séu nálægt hvorum öðrum í meira en 30 sekúndur í senn.

„Það mikilvægasta er að flýta fyrir hornspyrnum og setja skýrar reglur um fagnaðarlæti. Þessir tveir þættir munu gera gæfumuninn," segir meðal annars á vefsíðu Inmotio.

„Að breyta reglum um fögn og hornspyrnur getur minnkað hættu á smiti um allt að 70%," segir Vincent van Renesse, framkvæmdastjóri Inmotio.

„Annars eru leikmenn í mestri smithættu þegar leikurinn er stöðvaður, hvort sem það er fyrir VAR eða vegna meiðsla."

Hollenska knattspyrnusambandið lagði Inmotio lið í þessu verkefni. Edwin Goedhart, læknir knattspyrnusambandsins, staðfesti niðurstöður rannsóknarinnar.

„Sem betur fer er ótrúlega lítil smithætta í fótboltaleik. Þetta eru frábærar fréttir fyrir knattspyrnuheiminn. Knattspyrna er örugg íþrótt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner