Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
banner
   mið 31. maí 2023 09:30
Elvar Geir Magnússon
Brentford kaupir hollenskan markvörð (Staðfest)
Mark Flekken.
Mark Flekken.
Mynd: Brentford
Brentford hefur opinberað kaup á hollenska markverðinum Mark Flekken frá Freiburg í Þýskalandi. Þessi 29 ára leikmaður er keyptur á 11 milljónir punda og skrifar undir fjögurra ára samning í Lundúnum.

Hann hjálpaði Freiburg að enda í fimmta sæti þýsku Bundesligunnar á nýliðnu tímabili. Hann hefur leikið fjóra landsleiki fyrir Holland.

Hann er mögulega keyptur til að fylla í skarð David Raya, aðalmarkvarðar Brentford, sem er eftirsóttur og sagður vilja færa sig um set.

„Mark Flekken var lykilmaður hjá Freiburg og nú mun hann vonandi gera hópinn okkar betri og liðið betra. Þetta er mjög góður markvörður sem líður vel með boltann í löppunum," segir Thomas Frank, stjóri Brentford.
Athugasemdir
banner