Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   mið 31. maí 2023 13:12
Elvar Geir Magnússon
Ríkisstjórnin hefur áhyggur af því að HM verði ekki sýnt í Bretlandi
watermark
Mynd: Getty Images
Breska ríkisstjórnin hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún kallar eftir því að sjónvarpsstöðvarnar BBC og ITV nái samkomulagi við FIFA um sýningar frá leikjum á HM kvenna sem hefst í Ástralíu og Nýja-Sjálandi eftir tæplega tvo mánuði.

Fyrir nokkrum vikum lýsti Gianni Infantino forseti FIFA yfir miklum vonbrigðum með léleg tilboð frá stærstu fótboltaþjóðum Evrópu í útsendingaréttinn frá mótinu.

„Þetta eru vonbrigði. Þetta eru ekki ásættanleg tilboð og er í raun kinnhestur fyrir fótboltakonur og konur um allan heim. Það er siðferðisleg og lagaleg skylda okkar að selja mótið ekki á undirverði. Ef tilboðin verða ekki betri þá munum við ekki selja réttinn til þessara landa," segir Infantino og vísar þar til Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Spánar auk Bretlands.

Þegar hafa verið bókuð hótel fyrir sérfræðingateymi BBC og ITV svo það ríkir bjartsýni um að samningar muni nást á endanum. Breska ríkisstjórnin telur það mikilvægt samfélagsmál að mótið verði sýnt en England er Evrópumeistari í kvennaflokki.

HM kvenna fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og hefst 20. júlí. Íslandi tókst ekki að landa sæti á mótinu. Tímamismunurinn gerir það að verkum að leikir mótsins eru ekki á hentugum tíma fyrir Evrópumarkað. Hér á Íslandi er RÚV með útsendingaréttinn á mótinu.
Athugasemdir
banner
banner